Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?

Ísland fékk fullveldi árið 1918 og nú 100 árum seinna fögnum við því, lítum um öxl og speglum samtíð, fortíð og nútíð. 

Í dag horfum við einnig fram á afleiðingar loftslagsbreytinga og stærsta viðfangsefni jarðarbúa er að bregðast við af ábyrgum hætti og snúa við þessari ógnvænlegu þróun sem ógnar lífríki plánetunnar og samfélögum dýra og manna. Til að geta brugðist við þarf samvinnu með sjálfbærni að leiðarljósi.