Fullveldisfagnaðir á Austurlandi

Fullveldisdagurinn 1. desember verður líflegur á Austurlandi. Hátíðardagskrá verkefnisins „Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ verður haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þar verða sýningar verkefnisins settar upp, upplestur og tónlistaratriði auk þess sem boðið verður upp á þjóðlegar veitingar. Allir eru velkomnir!

 

Fleira verður um að vera á fullveldisdaginn

Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands verða í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, fullveldishátíð verður haldin á Vopnafirði og sýningin ,,Gammur, griðungur, dreki og bergrisi“ verður opnuð í Löngubúð á Djúpavogi.

Nánari upplýsingar hér.