Um verkefnið

Verkefnið er fjölbreytt og afurðir þess marvíslegar:

Fjórar sýningar verða opnaðar þann 17. júní á mismunandi stöðum á Austurlandi og munu standa fram á haust.

Í tengslum við sýningarnar verður skólahópum boðið að heimsækja söfnin og vinna fræðsluefni þeim tengdum. Auk þess eru hér á heimasíðunni fjöldi hugmynda að verkefnum sem kennarar og aðrir geta nýtt sér.

Menntaskólinn á Egilsstöðum býður til hátíðardagskrár þann 1. desember þar sem sýningarnar verða sameinaðar, lokaverkefni nemenda verða kynnt og ýmislegt annað verður í boði.

Heimasíðan sem þú ert á núna inniheldur ýmsar upplýsingar, fræðsluefni og fróðleik.

Stofnanirnar sem standa að verkefninu eru Austurbrú, Gunnarsstofnun, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Minjasafn Austurlands, Landgræðsla ríkisins, Safnastofnun Austurlands, Skólaskriftstofa Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands.