Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?

Ísland fékk fullveldi árið 1918 og nú 100 árum seinna fögnum við því, lítum um öxl og speglum samtíð, fortíð og nútíð. 

Í dag horfum við einnig fram á afleiðingar loftslagsbreytinga og stærsta viðfangsefni jarðarbúa er að bregðast við af ábyrgum hætti og snúa við þessari ógnvænlegu þróun sem ógnar lífríki plánetunnar og samfélögum dýra og manna. Til að geta brugðist við þarf samvinnu með sjálfbærni að leiðarljósi.

 
 
 
 
 
 
 

„Mamma er oft að skamma mig, segir að ég sé of mikið í símanum og á netinu.“

„Það kom skip í gær frá Danmörku og nokkrir með því. Við fengum líka dönsku blöðin.“

Sigrun_1920x1080_72p.jpg
 

Fullveldisfagnaðir á Austurlandi

Fullveldisdagurinn 1. desember verður líflegur á Austurlandi. Hátíðardagskrá verkefnisins „Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ verður haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þar verða sýningar verkefnisins settar upp, upplestur og tónlistaratriði auk þess sem boðið verður upp á þjóðlegar veitingar. Allir eru velkomnir!

 

Fleira verður um að vera á fullveldisdaginn

Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands verða í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, fullveldishátíð verður haldin á Vopnafirði og sýningin ,,Gammur, griðungur, dreki og bergrisi“ verður opnuð í Löngubúð á Djúpavogi.

Nánari upplýsingar hér.

 
syningar_1.png
 
 
 
 
 
 
 

„Mér fannst skrýtið þegar
við fórum síðast til Tenerife, þá þurftum við að kaupa
allt vatn í flöskum.“

„Ég ber ábyrgð á að tæma koppana eftir nóttina. Þá þarf ég að halda á þeim og passa að ekkert sullist upp úr.“

Ulfur_1920x1080_72p.jpg
 

Sjálfbærni

Einfaldasta skilgreining á sjálfbærri þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að möguleikar komandi kynslóða á að mæta sínum þörfum skerðist. Hún byggist á þremur meginstoðum, vistfræðilegri, félagslegri og efnahagslegri. Þær eru óaðskiljanlegar og háðar hver annarri og horft er til hnattarins í heild sinni. Lengi vel var horft á meginstoðirnar þrjár sem einangraðar og aðskildar en með snertiflöt hver við aðra. Þannig var reynt að leysa vandamál t.d. hagkerfis án tilliti til samfélags eða samfélagsvandamál án tilliti til náttúru og umhverfis. Líklegri til árangurs er að horfa á þá staðreynd að auðlindir jarðarinnar eru takmarkaðar og mynda þar með lokuð kerfi sem samfélagið og efnahagslífið eru hluti af. Innan náttúrunnar hefur maðurinn skapað samfélagið og hagkerfið hefur maðurinn mótað innan samfélagsins. Það er því augljóst að hagkerfið verður að taka mið af þeim gildum sem móta gott samfélag og samfélagið þarf að laga sig að þeim reglum og lögmálum sem náttúran setur.

Helstu einkenni sjálfbærrar þróunar eru réttlæti innan og milli kynslóða, siðferðislegur grunnur, heilstæð sýn, alþjóðleg nálgun, þátttökunálgun og nauðsyn um nýja hagfræðilega stefnumörkun þar sem hagvöxtur er ekki lengur notaður sem vísir að velgengni.

Sjálfbærni er það ástand sem ætlast er til þess að ná með sjálfbærri þróun. Þetta er jafnvægisástand og þar sem við höfum engan vegin náð þessu ástandi má segja að orðið sjálfbærni sé leiðandi hugtak. Mismunandi breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að samfélög þróast í átt að sjálfbærni, m.a. breytingar í krafti stjórnmála, með fjárhagslegum ívilnunum eða tæknilegum lausnum. Okkar eigið framlag er hins vegar það mikilvægasta og liggur lykillinn að sjálfbærri þróun í því að við breytum gildum okkar og lífssýn og þar með lífsstíl. 

Þann 25. september 2015 voru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samþykkt. Um er að ræða framkvæmdaáætlun fram til ársins 2030 í þágu mannskyns, jarðar og hagsældar. Þar er leitast við að stuðla að friði og auknu frelsi. Útrýming fátækar í öllum sínum myndum er stærsta verkefnið og grunnskilyrði fyrir sjálfbærri þróun. Markmiðin eru 17 talsins og undirmarkmiðin 168.

 
 
 
sjalfbaerni5.png
 
 
 
 
 
 
 

„Við gerðum verkefni í skólanum í vetur um kolefnisspor og hvernig það tengist landbúnaðinum.“

„Pabbi og vinnumennirnir voru að búa til nýtt tún. Þeir mokuðu skurði í stóra mýri þannig að hún ræsist fram.“

Gigja_1920x1080.jpg
 
1918_Portrait.jpg

Árið 1918

Árið 1918 var viðburðaríkt ár, fyrri heimstyrjöldinni lauk, Rússakeisari og fjölskylda hans voru tekin af lífi í kjölfar byltingar þar í landi árið áður og spánska veikin gekk yfir heimsbyggðina og kostaði 25 milljón mannslíf. 

Meira

 
 
 
 
 
 
 

„Sjálfbær orka og orkuskipti skipta svo miklu máli fyrir framtíð jarðarinnar og mig langar til að taka þátt í því.“

„Pabbi og vinnufélagar hans eru stanslaust að huga að  veðrinu og sjólagi. Ef þeir komast ekki á sjó þá veiðist ekkert.“

Gunnar_1920x1080_72p.jpg
 
ljosmyndasafnfjardabyggd_1971_HalldoraGudmundsdottir.png

Fullveldi

Hvað er fullveldi? Af hverju er mikilvægt að hafa fullveldi? Getum við glatað fullveldinu?

Víðtakasta skilgreining á fullveldi er að ríki sem er fullvalda hefur rétt til lagasetningar, lögmætt ríkisvald innanlands og aðrar þjóðir viðurkenna fullveldi þess. Fullvalda ríki getur tekið þátt í alþjóðasamstarfi.

Meira

Um verkefnið

Verkefnið er fjölbreytt og afurðir þess marvíslegar:

Fjórar sýningar verða opnaðar þann 17. júní á mismunandi stöðum á Austurlandi og munu standa fram á haust.

Í tengslum við sýningarnar verður skólahópum boðið að heimsækja söfnin og vinna fræðsluefni þeim tengdum. Auk þess eru hér á heimasíðunni fjöldi hugmynda að verkefnum sem kennarar og aðrir geta nýtt sér.

Menntaskólinn á Egilsstöðum býður til hátíðardagskrár þann 1. desember þar sem sýningarnar verða sameinaðar, lokaverkefni nemenda verða kynnt og ýmislegt annað verður í boði.

Heimasíðan sem þú ert á núna inniheldur ýmsar upplýsingar, fræðsluefni og fróðleik.

Stofnanirnar sem standa að verkefninu eru Austurbrú, Gunnarsstofnun, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Minjasafn Austurlands, Landgræðsla ríkisins, Safnastofnun Austurlands, Skólaskriftstofa Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands.

blue.png

 

 

„Í ár fagna Íslendingar 100 ára fullveldisafmæli sínu með ýmsum hætti. Frekari upplýsingar og fróðleik má finna á vef fullveldisafmælisins.“

fullveldi1918.is